Fréttir

Vindrafstöðvar tengjast dreifikerfi RARIK
16/07/2014 Biokraft

Vindrafstöðvar tengjast dreifikerfi RARIK

 

RARIK og BioKraft ehf. hafa gert með sér samning sem tekur til tengingar tveggja 600 kW vindrafstöðva af gerðinni Vestas við dreifikerfi RARIK í Þykkvabæ. Árleg orkuvinnsla beggja vindrafstöðvanna er áætluð allt að 2 GWh samtals. Áætlað er að orkuvinnsla hefjist í næsta mánuði.